Meðal gagna sem Íslandsbanki afhenti efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er kæra á hendur forsvarsmönnum Capacent var lögð fram, voru veðsetningarskjöl og lánasamningar Capacent hf., nú GH1 hf., við bankann. Hann heldur því fram að forsvarsmenn Capacent ehf., sem stofnað var utan um eignir og skuldbindingar Capacent hf. í september 2010, hafi ráðstafað eignum og fært þær yfir á nýja kennitölu án þess að hafa til þess heimild.

Eins og greint var frá í Viðskiptablaðinu í síðustu viku lögðu forsvarsmenn Capacent ehf., sem áður stýrðu Capacent hf., fram um 90 milljónir króna fyrir eignir sem áður voru í eigu Capacent hf. sem nú er í slitameðferð. Stór hluti af þeirri upphæð voru launaskuldbindingar en lítill hluti var greiddur út með eiginfjárframlagi. Skuldir GH1 hf., áður Capacent hf., við Íslandsbanka nema 1,6 milljörðum króna. Skiptastjóri félagins, Guðrún Helga Brynleifsdóttir hrl., hefur reynt að fá lögbann á Capacent og einstaka vörumerki þess en á það féllst Sýslumaðurinn í Reykjavík ekki. Nú er deilt um þetta mál fyrir dómstólum en málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur hafnaði innsetningarbeiðni á þeim grundvelli að beiðnin hefði ekki verið nægilega vel afmörkuð.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.