Lán til stjórnenda Íslandsbanka eru birt að teknu tilliti til þess afsláttar sem bankinn fékk á þeim í ársreikningi sem nær yfir tímabilið 15. október til 31. desember 2008.

Þar segir að lán til sjö manna framkvæmdastjórnar Íslandsbanka eru sögð 337 milljóna króna virði.

Í framkvæmdastjórninni sitja bankastjóri og sex yfirmenn helstu sviða bankans. Stjórnendurnir geta því séð hvert heildarverð lána til þeirra var þegar þau voru færð frá gamla bankanum.

Fjórir af þeim sjö sem sitja í framkvæmdastjórn bankans í dag sátu einnig í framkvæmdastjórn Glitnis fyrir hrun. Um er að ræða öll lán til viðkomandi framkvæmdastjóra og forstjóra, þar með talin húsnæðis- og bílalán.

Í svari bankans við fyrirspurnum Viðskiptablaðsins vegna málsins segir að „rétt eins og gildir um aðrar eignir voru þessi lán eins og önnur færð miðað við verðmat við tilfærslu eigna frá gamla bankanum yfir í hinn nýja.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .