Íslandsbanki lauk í dag útboði á tveimur víxlum til 3 og 6 mánaða. Hvor flokkur getur að hámarki orðið 1,5 milljarðar króna að nafnvirði. Í útboðinu var þriggja mánaða víxillinn var boðinn út á 6,15% flötum vöxtum og sex mánaða víxillinn á 6,30% flötum vöxtum.

Í tilkynningu frá bankanum segir að umframeftirspurn hafi verið eftir 3 mánaða víxlunum og bárust alls tilboð að fjárhæð ríflega 2.740 milljónir króna að nafnvirði. Tilboðum var tekið að fjárhæð 1,5 milljarðar króna. Í sex mánaða víxilinn bárust alls tilboð að fjárhæð 1.550 milljónir og var tilboðum að fjárhæð 1,5 milljarðar króna.

Í tilkynningunni segir að bréfin hafi verið seld til breiðs hóps fjárfesta. Stefnt er á töku víxlanna til viðskipta í Kauphöllinni þann 5. apríl næstkomandi en í kjölfarið verður Íslandsbanki fyrsta fjármálafyrirtækið til að gefa út víxla í íslensku kauphöllinni síðan á haustmánuðum 2008, að því er segir í tilkynningunni.