Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra húsnæðislána úr 4,2% í 4,15%. Ákvörðun er tekin í kjölfar þess að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti á sínum lánum eftir síðasta útboð.

Verðtryggð húsnæðislán Íslandsbanka eru með endurskoðunarákvæði á vöxtum á fimm ára fresti. Ef vextir fara áfram lækkandi hér á landi eins og hingað til, þýðir það að fólk situr ekki uppi með hærri vexti til langs tíma. Íslandsbanki býður einnig upp á fjölbreytt úrval húsnæðislána í innlendri og erlendri mynt.