Með sameiningu þriggja útibúa í Norðurturninn í Kópavogi og tveggja á Suðurlandsbraut, fækkar útibúum Íslandsbanka úr 17 niður í 14.

Eins og kom fram í árshlutareikningi Íslandsbanka , er virði núverandi höfuðstöðva Íslandsbanka fært niður um 1,2 milljarður vegna skemmda af sökum myglusvepps í höfuðstöðvunum á Kirkjusandi. Gæti verið að núverandi höfuðstöðvar Íslandsbanka verði rifnar, eða að það þurfi að gera alvarlegar lagfæringar á byggingunni samkvæmt Birnu Einarsdóttur bankastjóra.

Íslandsbanki verður því með fimm útibú á höfuðborgarsvæðinu; í Hafnarfirði, Norðurturni í Kópavogi, Höfða, Vesturbænum og svo að lokum í Laugardalnum, sem verður þá miðbæjarútibú. Því verður útibúum á Digranesvegi og Garðabæ lokað.

Nýjar höfuðstöðvar í Norðurturni

Áætlað er að Íslandsbanki opni nýtt útibú í Norðurturninum 15. nóvember - og  flytji þar með í nýjar höfuðstöðvar eins og áætlað var .

Það verður jafnframt stofnað útibú í Laugardal, nánar tiltekið á Suðurlandsbrautinni, sem verður eitt stærsta útibú landsins.