Íslandsbanki lauk í dag útboði á tveimur víxlum til þriggja og sex mánaða. Hvor flokkur getur að hámarki orðið 1,5 milljarðar króna að nafnvirði.

Fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka að útboðinu var þannig háttað að boðið var í magn á fyrirfram ákveðnu verði. Þriggja mánaða víxillinn var boðinn út á 6,10% flötum vöxtum (verð: 98,4650) og sex mánaða víxillinn á 6,30% flötum vöxtum (verð: 96,8804). Tilboðum var tekið í þriggja mánaða víxilinn upp á 920 milljónir króna að nafnvirði og fyrir 700 milljónir að nafnvirði í sex mánaða víxilinn.

Bréfin voru seld til breiðs hóps fjárfesta. Stefnt er á töku víxlanna til viðskipta í Kauphöllinni (Nasdaq OMX Iceland) þann 15. maí næstkomandi.