Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á fimm víxlum til 1, 2 ,4 ,5 og 6 mánaða. Hver flokkur getur að hámarki orðið 1,5 milljarður króna nafnvirði.

Í tilkynningu segir að heildareftirspurn í útboðinu hafi numið 5.230 milljónum króna. Tilboðum var tekið í 1 mánaða víxilinn að fjárhæð 130 milljónir að nafnvirði, að fjárhæð 530 milljónir að nafnvirði í 2 mánaða víxilinn, að fjárhæð 800 milljónir að nafnvirði í 4 mánaða víxilinn, að fjárhæð 1.200 milljónir að nafnvirði í 5 mánaða víxilinn og að fjárhæð 1.500 milljónir að nafnvirði í 6 mánaða víxilinn. Alls seldi bankinn því víxla að nafnvirði 4.160 milljónir króna og útistandandi víxlar bankans eru alls 8.810 milljónir.

Stefnt er að töku víxlanna til viðskipta í Nasdaq OMX Iceland þann 19. júlí næstkomandi.