Greining Íslandsbanka ráðleggur fjárfestum að selja hlutabréf í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone. Í verðmati sem Greiningin hefur gert er félagið metið á 30,8 krónur á hlut, en gengið er núna 33,65 krónur á hlut og hefur lækkað um 1,90% það sem af er degi.

Útboðsgengi hlutanna var 31,5 króna á hlut í útboðinu sem fór fram í desember í fyrra. Íslandsbanki sá um útboðið.

Í verðmatinu segir að niðurstaða sjóðstreymisgreiningar gefi verðmatsgengið 30,8 krónur á hut. Gerir Greiningin ráð fyrir því að EBITDA framlegð verði 21% af tekjum félagsins. Á tímabilinu 2013-2021 er gert ráð fyrir 3,5% vexti tekna á ári.