*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 24. nóvember 2017 13:44

Íslandsbanki með framsæknasta útibúið

Fjármálasíðan The Financial Brand hefur valið útibú Íslandsbanka í efsta sæti yfir best framsæknustu hönnun útibúa.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Útibú Íslandsbanka í höfuðstöðvum bankans í Norðurturninum í Kópavogi var í fyrsta sæti yfir framúrstefnulega hönnun í bönkum af heimasíðunni Financial Brand.

Breska hönnunarstofan Allen international ber ábyrgð á útliti útibúsins sem er á jarðhæðinni í turninum, en höfuðstöðvar bankans eru á efri hæðum turnsins.

Segir í mati síðunnar að útibúinu sé skipt í þrjú aðskilin en tengd svæði, hraðþjónustusvæði þar sem samþætt sé sjálfsafgreiðsla og þjónustuborð með starfsmönnum. Síðan sætisaðstæða í hjarta útibússins og loks eru ráðgjafasvæði þar sem viðskiptavinir geta sest í næði með starfsmönnum bankans.