Íslandsbanki var með mesta veltu á hlutabréfamarkaði í október. Hlutdeild bankans var 29,2% í mánuðinum. Á eftir kom Arion banki með 25,2% hlutdeild á hlutabréfamarkaði. Íslandsbanki er það sem af er ári með mestu hlutdeildina á markaðnum eða 27,7%. Landsbankinn er í öðru sæti með 21,4% hlutdeild það sem af er ári.

Samtals nam velta hlutabréfa í október 39 milljörðum króna og er uppsöfnuð velta ársins 423 milljarðar króna. Veltan í október var hins vegar nokkuð undir meðaltali ársins sem nam 42,3 milljörðum króna.