Út er komið nýtt verðmat frá Greiningu Íslandsbanka á Straumi Fjárfestingarbanka. Niðurstaða verðmatsins er 68,6 ma.kr. sem jafngildir 11,3 krónum á hlut og hækkar úr 10 krónum á hlut frá síðasta verðmati. Helstu ástæður hækkunar verðmatsins eru hækkun á verðmæti eignasafns Straums og lækkun á ávöxtunarkröfu. Í verðmatinu er gerð 12,5% ávöxtunarkrafa til sjóðstreymis Straums en í síðasta verðmati var ávöxtunarkrafan 12,9% og kemur lækkunin til af lækkun grunnvaxta.

Við mælum með að fjárfestar selji bréf sín í Straumi til lengri tíma litið. Ráðgjöf okkar til skemmri tíma, þ.e. til næstu 3-6 mánaða, er að markaðsvega bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum. Athygli er vakin á greiningu á næmi verðmatsins fyrir breytingum á helstu forsendum.