Íslandsbanki mun yfirtaka eignir Fasteignar sem ekki tilheyra sveitarfélögunum sem standa að félaginu. Leigueign Arion banka í Borgarnesi kann þó að verða undinskilin við yfirtökun af því er fram kemur á vefsíðu Eyjafrétta.

Þá mun Íslandsbanki einnig yfirtaka hluta af rekstrarláni félagsins. Sá hluti er samtals um einn milljarður í hlutfalli við virkan eignarhlut bankans í Fasteign eftir útgöngu Álftaness og Garðabæjar úr félaginu.

Þá segir í fréttinni að hlutafé Fasteignar verði fært niður í núll en aukið að nýju af þeim aðilum sem áfram munu vera leigutakar félagsins og þá í hlutfalli við leigugreiðslu þeirra. Samhliða því framselja aðrir núverandi hluthafar, sem ekki verða áfram leigutakar félags­ins, hluti sína til félagsins.