Íslandsbanki er eini bankinn af þremur stóru sem hefur virkjað kaupaukakerfi innan bankans. Enn sem komið er nær kerfið aðeins til framkvæmdastjórnar Íslandsbanka. Innan Arion banka hefur kerfi verið smíðað en hefur enn ekki verið tekið til notkunar. Engin áform eru uppi innan Landsbankans að koma á kaupaukakerfi, ef frá eru taldir kaupaukar í formi hlutabréfa sem starfsmenn geta eignast ef virði skilyrts skuldabréfs í uppgjöri við gamla bankann nær að verða 92 milljarðar króna.

Ný starfskjarastefna Íslandsbanka var samþykkt á aðalfundi í fyrra. Í stefnunni segir að heimilt sé að greiða starfsmönnum og stjórnendum árangurstengdar greiðslur á grundvelli sérstaks árangurskerfis. Vísað er í regluverk FME. Enn sem komið er nær kerfið aðeins til framkvæmdastjórnar bankans.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.