Íslandsbanki áformar að opna skrifstofu í Shanghai, Kína á næsta ári. Meginhlutverk nýrrar skrifstofu verður að þróa viðskiptasambönd við viðskiptavini bankans í Kína, segir í frétt frá bankanum.

Íslandsbanki um leggja áherslu á matvælamarkaðinn, endurnýtanlega orku og skipaiðnaðinn. Það eru þær greinar sem bankinn leggur aðaláherslu á á alþjóðlegum mörkuðum. Helstu verkefni skrifstofunnar verður að þjónusta og styðja við viðskiptavini bankans og auka þátttöku bankans í alþjóðlegum verkefnum á þessu svæði.