Íslandsbanki gaf út í dag tilkynningu þar sem fram kom að vaxtahækkun muni eiga sér stað í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands fyrr í mánuðinum.

Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,90 prósentustig og fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,15 prósentustig.

Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 1,0 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 3 ára hækka um 0,70% og fastir vextir óverðtryggra húsnæðislána til 5 ára hækka um 0,30 prósentustig.

Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,70 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,70 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 1,0 prósentustig.

Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.

Íslandsbanki er ekki einn um þetta en Landsbankinn og Arion banki hafa báðir hækkað vexti í kjölfar tilkynningar Seðlabanka Íslands.