Íslandsbanki hefur lokið við að safna USD 27 milljónum í hlutafé og breytanleg skuldabréf fyrir alþjóðlega sjávarútvegsfyrirtækið Atlantis. Samhliða hlutafjáraukningu sá Íslandsbanki um endurfjármögnun á lánum félagsins sem og rekstrarfjármögnun að fjárhæð USD 18 milljónir til uppbyggingar félagsins. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sá um ráðgjöf í tengslum við endurfjármögnun fyrirtækisins.

Atlantis sérhæfir sig í lax- og túnfiskeldi auk þess sem það selur bæði eigin framleiðslu og annarra. Höfuðstöðvar Atlantis eru á Íslandi og í heild starfa alls 180 manns hjá fyrirtækinu víðsvegar um heiminn. Forstjóri er Óli Valur Steindórsson.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.