Unnið er að sameiningu þriggja útibúa Íslandsbanka í Mosfellsbæ og Hraunbæ á Stórhöfða í Reykjavík þar sem þriðja útibúið var áður. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að þessi þrjú útibú fari undir eitt þak á Stórhöfða 9 þar sem Tækniskólinn var áður til húsa. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í ágúst og verði nýtt útibú opnað í september.

Blaðið segir að árið 2008 hafi útibú Glitnis verið 21. Eftir sameininguna í ágúst verða þau orðin 19 talsins. Tólf þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu en níu á landsbyggðinni. Bent er á það í blaðinu að útibú Byrs sameinuðust útibúum Íslandsbanka á Kirkjusandi, Reykjanesi og á Akureyri og útibú Íslandsbanka sameinuðust Byr í Hafnarfirði og Kópavogi. Þá varð úti Byrs í Árbæ að útibúi Íslandsbanka. Því verður nú lokað. Ekki verða meiri sameiningar að sinni.