Íslandsbanki mun nú bjóða út allan hlut sinn í félaginu Frumherja, sem starfar á sviði bifreiðaskoðana, prófana og tækniþjónustu á Íslandi.

Félagið er í eigu Íslandsbanka sem á 80% hlut og Tröllastakks sem á 20% hlut. Tröllastakkur er í eigu Ásgeirs Baldurs og Orra Hlöðverssonar. Um 100 starfsmenn vinna fyrir Frumherja, og það hefur 32 starfsstöðvar um land allt.

Það var í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar Frumherja árið 2014 sem Tröllastakkur og Íslandsbanki eignuðust félagið.