Íslandsbanki seldi fyrir helgi tæplega 20 milljón hluti í Kviku banka. Miðað við gengi á verði bréfa í Kviku nam salan um 200 milljónum króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en eftir viðskiptin á Íslandsbanki 4,09 prósent hlut í Kviku. Hlutirnir skiptast á veltubók og eignarhluta vegna framvirkra samninga við viðskiptavini bankans. Ástæða tilkynningarinnar er sú að með viðskiptunum fer Íslandsbanki undir fimm prósent mörkin.

Viðskipti með hlutabréf í Kviku á aðalmarkaði Kauphallarinnar íslensku hófust undir lok síðasta mánaðar. Áður hafði félagið verið skráð á Nadaq First North. Varð það með því fyrsta fyrirtækið sem skráð var á aðalmarkað Kauphallarinnar í ár.