Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson, fyrrverandi starfsmenn Glitnis sem enn unnu fyrir Íslandsbanka þegar embættis sérstaks saksóknara ákærði vegna meintra umboðssvika, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga hafa verið sendir í leyfi. Þetta er í samræmi við reglur bankans í slíkum málum en samkvæt þeim fara starfsmenn í leyfi á meðan staða þeirra er metin og mál þeirra skýrast.

Auk þeirra tveggja voru Magnús Arnar Arngrímsson og Jóhannes Baldursson ákærðir í málinu. Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun. Það tengist 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis, sem þá var yfirmaður einkabankaþjónustu Glitnis.