Capacent færði alla starfsemi sína yfir á nýja kennitölu án samráðs við Íslandsbanka, lánardrottinn félagsins, og er bankinn nú að kanna réttarstöðu sína vegna þessa gjörnings, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Starfsmenn yfirtóku reksturinn eftir að lánanefnd Íslandsbanka tók ákvörðun um gjaldfellingu láns upp á 1,5 milljarð.

Skuldina má rekja til fyrirtækjakaupa á Norðurlöndum. Capacent tók lán í erlendri mynt fyrir þessum kaupum árin 2005 og 2007 sem svo rúmlega tvöfölduðust í krónum talið við gengisfallið.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .