Íslandsbanki ríður á vaðið með fyrstu skráningu á skuldabréfum fjármálafyrirtkæja í Kauphöllinni eftir hrun. Skuldabréfin verða skráð á morgun að viðstöddum þeim Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphallarinnar, og Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka.

Greint var frá því í apríl að Íslandsbanki hefði í bígerð að ráðast í skuldabréfaútgáfu á árinu og fjármagna sig með útboði skuldabréfa.

VIðskiptabankarnir stóru hafa að mestu leyti verið fjármagnaður af innlánum frá hruni.

Greiðslur af sértryggðum skuldabréfum eru tryggðar með tekjum af eignum útgefanda sem þó haldast í efnahagsreikningi hans.