Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 10. júní næstkomandi.

Að mati greiningardeildarinnar mun nefndin rökstyðja hækkunina með miklum innlendum launahækkunum, verri verðbólguhorfum, auknum verðbólguvæntingum, vaxandi spennu í efnahagslífinu og minnkandi peningalegu aðhaldi.

Samtals spáir greiningardeildin að peningastefnunefndin muni hækka stýrivexti bankans um 1,0 prósentustig á þessu ári, 1,0 prósentustig á næsta ári og 0,5 prósentustig á árinu 2017. Gangi það eftir mun hækkunin því nema 2,5 prósentustigum til ársloka 2017.

Lesa má frétt Greiningar Íslandsbanka í heild sinni hér.