Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka stýrivexti um 0,25% á næsta vaxtaákvörðunarfundi á miðvikudag í næstu viku. Gangi það eftir fara stýrivextir í 5,25%.

Í spá greiningardeildarinnar segir m.a. að verðbólguhorfur séu þrálátari en Seðlabankinn hafi reiknað með, 6,4% í stað 6,1% á fyrsta ársfjórðungi. Þá hafi krónan reynst veikari en bankinn spáði og megi því gera ráð fyrir því að Seðlabankinn birti spá sem geri ráð fyrir meiri verðbólgu en áður.

Greining Íslandsbanka segir að verðbólgan verði enn til vandræða og því líkur á að stýrivextir verði hækkaði aftur 0,25% í júní, jafn mikið í ágúst og verði stýrivextirnir þá komnir í 5,75%. Það eru jafnvægisstýrivextir og slaki núverandi peningastefnu þá uppurinn.

Greiningardeildin spáir því svo að stýrivextir haldi áfram að hækka á næsta ári.

Hér má lesa nánar um stýrivaxtaspá greiningar Íslandsbanka