Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti þann 29. september úr 9,5% í 10%. Spáin gerir ráð fyrir að bankinn haldi vöxtum sínum í 10% allt næsta ár en talsverðar líkur séu á að hann fari með stýrivexti enn hærra í kjölfarið.
Samkvæmt könnun sem IMG Gallup gerði meðal 100 innlendra fagfjárfesta fyrr í sumar og birt var á föstudag spá þeir því einnig að stýrivextir Seðlabankans verði 10% eftir eitt ár.
Fjárfestarnir töldu að verðbólgan eftir ár yrði 3,5% en hún er nú 3,7%.