Íslandsbanki hefur stækkað skuldabréfaútgáfu sína að fjárhæð 150 milljónir sænskra króna á gjalddaga 13. febrúar 2019. Kemur þetta fram í tilkynningu frá bankanum.

Heildarstærð flokksins verður nú 600 milljónir sænskra króna. Skuldabréfið sem er til fjögurra ára og ber fljótandi vexti, 310 punkta ofan á þriggja mánaða Stibor en viðbótarútgáfan var seld á verðinu 101,99. Ef kjörin eru færð í evrur þá er álagið 260 punktar yfir Euribor, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka. Kaupendur voru fjárfestar frá Skandinavíu. Skuldabréfið er skráð í Kauphöllina á Írlandi.

Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans.