Íslandsbanki hefur stefnt breska athafnamanninum Kevin Stanford til greiðslu 74,1 milljón króna skuldar. Stefnan er birt í Lögbirtingablaðinu. Í stefnunni kemur fram að skuldin er til komin vegna skuldar á skuldabréfi, sem útgefið var í september 2007, og var þá að fjárhæð 50,5 milljónir króna.

Skilmálum var breytt á þá lund að höfuðstóllinn varð 64,3 milljónir sem skyldi greiðast með fimm afborgunum á 12 mánaða fresti frá 1. nóvember 2009. Stanford stóð ekki við fyrstu greiðsluna og miðast krafan við 64,1 milljón króna höfuðstól lánsins á þeim tíma að viðbættum dráttarvöxtum að fjárhæð 9,8 milljónir.