Fimm styrkir úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka upp á níu milljónir króna samtals voru veittir til fimm verkefna í gær. Sjóðurinn var stofnaður fyrir 5 árum en bankinn lagði til 10 milljónir króna í stofnfé sjóðsins. Einnig leggur bankinn 0,1% af vöxtum Vaxtasprota, sem er einn af sparnaðarreikningum bankans, inn á reikning Frumkvöðlasjóðsins.

Sjóðurinn styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða.

Alls bárust sjóðnum 27 umsóknir og voru verkefnin fjölbreytt.

  • Verkefnin fimm eru eftirfarandi:
  • GeoSilica Iceland – kísilríkt drykkjarvatn
  • Veðurstofa Íslands – Vatnsaflskort af Íslandi
  • Norðursigling ehf – RENSEA II
  • Pólar og togbúnaður ehf. - stýranlegir toghlerar
  • IceWind ehf. – vindtúrbínur fyrir íslenskar aðstæður