Íslandsbanki veitti í gær framúrskarandi nemendum námsstyrki að heildarupphæð 3,4 milljónir króna. Námsstyrkir eru veittir árlega til námsmanna í viðskiptum við bankann sem eru félagar í Námsvild Íslandsbanka. Samkvæmt tilkynningu frá bankanum bárust  433 umsóknir um styrki í ár. Veittir voru fjórir styrkir að upphæð 500 þúsund krónum hver til framhaldsnáms á háskólastigi, fjórir styrkir að upphæð 300 þúsund krónur hver til háskólanáms og loks tveir styrkir að upphæð 100 þúsund krónur hvor til framhaldsskólanáms. Dómnefnd skipuðu þau Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalmann, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, og Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka en hann var jafnframt formaður dómnefndar.

Eftirtaldir nemendur hlutu styrk frá íslandsbanka í ár:

Hákon Blöndal Hákon er nemandi við Verkmenntaskólann á Akureyri og stundar þar nám á vélstjórnarbraut. Hulda Þorsteinsdóttir Hulda er nemandi á náttúrufræðibraut – líffræðisviði í Kvennaskóla Íslands. Alexandra Jóhannesdóttir Alexandra stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Árni Már Þrastarson Árni Már stundar nám til tvöfaldrar BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Sigríður Rún Siggeirsdóttir Sigríður Rún er nemandi í skó- og fylgihlutahönnun við Istituto Europeo Di Design í Róm. Sigtryggur Kjartansson Sigtryggur lauk stúdentsprófi með hæstu einkunn frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja í desember 2009 og mun í haust setjast á skólabekk í Massachusetts Institute of Technology (MIT) Ingvar Sigurjónsson Ingvar stundar nám í til meistaraprófs í alþjóðahagfræði og fjármálum við Brandeis International Business School María Helga Guðmundsdóttir María Helga stundar nám til meistaraprófs í jarðfræði við Stanford University. Hörður Kristinn Heiðarsson Hörður stundar doktorsnám á sviði rafmagnsverkfræði við University of Southern California. Lilja Þorsteinsdóttir Lilja stundar doktorsnám í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands