Tíu námsmenn hlutu í vikunni námsstyrki Íslandsbanka upp á 3,3 milljónir króna. Afhendingin fór fram á þriðjudag í útibúi Íslandsbanka á Kirkjusandi. Þetta er árlegur styrkur sem bankinn veitir til framúrskarandi nemenda sem nýta sér námsvildarþjónustu bankans eða eru með bankaviðskipti sín við Íslandsbanka.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að 786 umsóknir um námsstyrki bárust Íslandsbanka, 206 á framhaldsskólastigi, 397 vegna grunnnáms í  háskóla og 183 vegna framhaldsnáms á háskólastigi. Veittir voru tveir styrkir á framhaldsskólastigi (100.000 kr. hver), fjórir styrkir til háskólanema (300.000 kr. hver) og fjórir styrkir til háskólanema á framhaldsstigi (500.000 kr. hver).

Í dómnefnd sátu þau Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalmann, Dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka.

Styrkina hlutu:

  • Hildur Hörn Orradóttir , nemandi á alþjóðabraut Verslunarskóla Íslands.
  • Steiney Sigurðardóttir, nemandi í MH og Listháskóla Íslands.
  • Ásbjörg Einarsdóttir , nemandi í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands
  • Rán Pétursdóttir , nemandi í sálfræði við Háskóla Íslands
  • Elías Jónsson nemandi í iðnaðar- og vélaverkfræði við Háskóla Íslands
  • Tinna Frímann Jökulsdóttir, útskrifaðist nýlega úr hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands
  • Logi Karlsson doktorsnemi í markaðsfræðum frá University of Wollongong í Ástralíu
  • Þorlákur Helgi Hilmarsson Msc. í fjármálaverkfræði og fjármálum frá HR og nemi við Imperial College í London
  • María Sigríður Guðjónsdóttir doktorsnemi í jarðhitaverkfræði.