Íslandsbanki hefur lokið við útboð á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa. Um er að ræða óverðtryggða útgáfu til þriggja ára að upphæð 1.240.000.000 krónum á ávöxtunarkröfunni 6,5%. Vextir eru greiddir tvisvar á ári.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að bréfin hafi verið seld til breiðs hóps fagfjárfesta. Heildareftirspurn var rúmlega 1,9 milljarðar króna en 64% tilboða var tekið. Stefnt er að því að bréfin verða tekin til viðskipta þann 25. október næstkomandi.