Íslandsbanki veitti 10 framúrskarandi nemendum námsstyrki að heildarupphæð 3,4 milljónir króna í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi á mánudaginn. Í ár bárust um 500 umsóknir, að þvi er fram kemur í fréttatilkynningu á vef bankans .

Veittir voru fjórir styrkir til framhaldsnáms á háskólastigastigi að upphæð 500 þúsund krónum hver, fjórir styrkir að upphæð 300 þúsund krónur hver til háskólanáms og tveir styrkir til framhaldsskólanáms að fjárhæð 100 þúsund krónur hver.

Dómnefnd skipuðu þau Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka, Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent við Háskóla Íslands og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka.

Þeir sem hlutu styrk í ár eru; Katrín Unnu Ólafsdóttir, Andrea Björt Ólafsdóttir, Anna María Tómasdóttir, Hildur Þóra Ólafsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Tómas Arnar Guðmundsson, Arna Varðardóttir, Sigurður Thorlacius, Silvá Kjærnested og Þorvalur Tolli Ásgeirsson.