Íslandsbanki veitti í dag framúrskarandi nemendum námsstyrki að heildarupphæð 3,4 milljónir króna en yfir 200 umsóknir bárust að þessu sinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka en veittir voru fjórir styrkir að upphæð 500 þúsund krónum hver til framhaldsnáms á háskólastigi, fjórir styrkir að upphæð 300 þúsund krónur hver til háskólanáms og loks tveir styrkir að upphæð 100 þúsund krónur hvor til framhaldsskólanáms.

Dómnefnd skipuðu þau Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalman, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, og Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka en hann var jafnframt formaður dómnefndar.

Styrkhafar í ár eru:

Sara Björg Pétursdóttir. Sara Björg er nemandi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og stundar þar nám við sjúkraliðabraut skólans.

Bjarni Benediktsson. Bjarni er nemandi í Verzlunarskóla Íslands við náttúrufræðibraut – eðlisfræðisvið.

Kristjana Þrastardóttir. Kristjana stundar nám í félagsráðgjöf við Háskála Íslands.

Edda Lína Gunnarsdóttir. Edda Lína stundar nám við eðlisfræðibraut Háskóla Íslands.

Heiða Rún Sigurðardóttir. Heiða Rún Sigurðardóttir stundar leiklistarnám við Drama Centre London, Central St. Martins.

Eiríkur Þór Ágústsson. Eiríkur Þór stundar nám við rafmagnsverkfræði í Háskóla Íslands.

Sæunn Björk Þorkelsdóttir. Sæunn er í meistaranámi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun á alþjóðavettvangi við Strathclyde Graduate Business School.

Freydís Vigfúsdóttir. Freydís er í doktorsnámi í dýravistfræði við University of East Anglia.

Björn Agnarsson. Björn er í doktorsnámi í eðlisfræði við KTH /UI.

Victor Knútur Victorsson. Victor er í doktorsnámi í byggingarverkfræði við Standford University.