*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 22. mars 2018 15:50

Íslandsbanki vill á markað sem fyrst

Stjórnarformaður Íslandsbanka segir að ekki megi gleyma rætur bankans liggi í einkabönkum.

Ritstjórn
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka.
Aðsend mynd

Friðrik Sophusson, formaður stjórnar Íslandsbanka, sagði í ávarpi sínu á aðalfundi bankans í dag að mikill vilji væri fyrir því að bankinn yrði settur á markað sem allra fyrst. Sagði hann að ekki megi gleyma því að Íslandsbanki eigi rætur í einkabönkum sem sameinaðir voru í einn banka áður en hinir tveir stóru bankarnir voru einkavæddir.

Jafnframt vék hann að því að bankaskatturinn kæmi niður á arðsemi bankans, lækki verðmæti hans og gæti dregið úr áhuga eftirsóknarverðra langtímafjárfesta þegar bankinn verður seldur.

Þá sagði hann einnig að Íslandsbanki væri fús til þessa ð ræða allar hugmyndir um að girða af fjárfestingabankastarfsemi innan samstæðunnar. Hann sagðist vonast eftir því að tillögur starfshóps um skipulag bankastarfsemi til framtíðar yrðu til þess að auka skilning og traust almennings til fjármálakerfisins.