Íslandsbanki hefur samþykkt áframhaldandi frestun á greiðslu afborgana og vaxta langtímalána Íslandshótela hf., dótturfélaga og systurfélags Íslandshótela. Frestun afborgana og vaxta, sem veitt var í apríl 2020, verður framlengd til júlí 2021. Íslandshótel er stærsta hótelkeðja landsins.

Sjá einnig: Íslandshótel vill fresta afborgunum

Þann 28. ágúst síðastliðinn samþykktu skuldabréfaeigendur Íslandshótela að fresta greiðslum af skuldabréfum sínum og gera tilslakanir á fjárhagslegum skilmálum. Slíkt var gert með þeim fyrirvara að viðskiptabanki félagsins myndu fallast á sambærilegar aðgerðir og að slíkar sambærilegar aðgerðir væru í gildi á frystingartíma skuldabréfanna.

Frestun afborgana og vaxta langtímalána á við um eftirfarandi félög í samstæðu Íslandshótela:

  • Íslandshótel
  • Austureignir
  • Norðureignir
  • Suðureignir
  • Vestureignir
  • Fosshótel Reykjavík