*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 25. október 2014 12:25

Íslandshótel hagnaðist um 379 milljónir

Hagnaðurinn eykst töluvert frá því árið 2012. Þá nam hagnaðurinn rúmum 222 milljónum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslandshótel hf. hagnaðist um 379 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt rekstrarreikningi samstæðureiknings félagsins og dótturfélaga, samanborið við rúmlega 222 milljónir króna árið 2012. Hlutafé félagsins nam 500 milljónum í árslok, þar af 11 milljónir í eigu félagsins.

Þrír hluthafar voru í félaginu við árslok en í byrjun þessa árs keypti félagiðhlutafé tveggja hluthafa og á nú 10,7% af eigin bréfum. Íslandshótel reka Grand hótel, Best Western, Hótel Reykjavík Centrum og tíu Fosshótel. Eignir félagsins í lok 2013 námu 10,4 milljónum og skuldir rúmlega 8,6 milljónum. Hjá félaginu störfuðu 349 starfsmenn miðað við heilsársstörf í fyrra.