*

mánudagur, 13. júlí 2020
Innlent 4. maí 2019 13:09

Íslandshótel hagnast um 1,4 milljarða

Hagnaður stærstu hótelkeðju landsins jókst um milljarð milli ára. Tekjur félagsins námu 11,7 milljörðum.

Ritstjórn
Davíð Torfi Ólafsson er framkvæmdastjóri Íslandshótela.
Haraldur Guðjónsson

Íslandshótel, stærsta hótelkeðja landsins, hagnaðist um 1,4 milljarða króna á síðasta ári sem er milljarði króna meira en fyrir ári. Sé tekið tillit til endurmats á fasteignum og lóðum félagsins, nam heildarafkoma ársins 1,77 milljörðum króna en var 2,65 milljarðar árið 2017. Endurmatið hefur ekki áhrif á rekstrarreikning félagsins.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 3,4 milljörðum króna miðað við tæpa 3 milljarða króna árið 2017. Rekstrartekjur námu 11,7 milljörðum í fyrra. Í skýrslu stjórnar segir að félagið sé vel í stakk búið að takast á við fall Wow air og launahækkanir í tengslum við kjarasamninga.

Eigið fé nam 16,8 milljörðum um áramótin, eignir 39,6 milljörðum og skuldir 22,8 milljörðum króna. Davíð Torfi Ólafsson er framkvæmdastjóri Íslandshótela.