*

föstudagur, 15. nóvember 2019
Innlent 5. janúar 2018 13:46

Íslandsmet í fjölgun starfa

Vinnumálastofnun spáir 2.500 til 3.000 nýjum störfum á árinu sem þýði að tæplega 30 þúsund störf verði til á 7 ára tímabili.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun telur að ef spár stofnunarinnar um allt að 3.000 störf verði til á íslenskum vinnumarkaði í ár rætist geti fjölgun starfa á sjö árum numið 29.300. Það væri Íslandsmet á svo skömmum tíma að því er Morgunblaðið greinir frá.

Karl ber tímann nú við árin 1984 til 1987 og um aldamótin áður en netbólan sprakk en eftir þær uppsveiflur hafi orðið niðursveifla sem hafi þýtt fækkun starfa. Það virðist þó ekki vera í kortunum nú.

Karl telur að það ár sem nú sé að hefjast verði með þeim betri í sögu íslensk vinnumarkaðar, en þó nýlegar kannanir bendi til að stjórnendur fyrirtækja telji nú þörf á færri ráðningum en áður hafi þriðji hver stjórnandi talið sig þurfa að fjölga starfsfólki í desember.