Íslandspóstur er að undirbúa söluferli á Samskiptum en salan hluti af endurskipulagningu félagsins. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

„Samskipti er öflugt þjónustufyrirtæki á sviði prentlausna og þjónustar fyrirtæki jafnt sem einstaklinga. Íslandspóstur mun fá óháða matsaðila til að verðmeta félagið og taka saman sölugögn en allt kapp er lagt á að ferlið taki sem skemmstan tíma og mun auglýsing um söluferlið birtast á næstu vikum," segir í tilkynningunni.

„Íslandspóstur er í alsherjar endurskipulagningu og mikið hagræðingarferli er farið af stað innan félagsins, í því ferli er litið á alla hluta rekstursins og metið hvað þjónar hagsmunum til framtíðar. Samskipti var keypt árið 2006 þegar aðstæður voru aðrar og Íslandspóstur var leita eftir viðskiptatækifærum til að styrkja sig til framtíðar enda lá þá þegar fyrir að vægi hefðbundina bréfa myndi minnka í starfseminni. Tilkoma og vöxtur netverslana hefur haft það í för með sér að megin starfsemi Íslandspósts er í pakkasendinum sem og auðvitað bréfadreifingu. Við lítum einfaldlega svo á núna að prentsmiðjurekstur sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Íslandspósts og höfum því ákveðið að setja fyrirtækið á sölu. Okkar markmið með endurskipulagningunni er að reka fyrirtækið á sem hagkvæmastan hátt, minnka yfirbyggingu og bæta þjónustu. Þessi ákvörðun er liður í þeirri vegferð,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í tilkynningunni.