Íslandspóstur tapaði 144 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 92 til 93 milljóna króna hagnað tvö árin á undan.

Fram kemur í uppgjöri Íslandspósts að rekstrarhagnaður fyrirtækisins hafi numið 245 milljónum króna á síðasta ári.

Tekjur námu 6,5 milljörðum króna og er það 3% aukning á milli ára.

Tap fyrir tekjuskatt nam hins vegar rúmum 164 milljónum króna sem er viðsnúningur frá um og yfir 130 milljóna króna hagnaði í tvö undangengi ár.

Heildareignir námu 4,8 milljörðum króna í fyrra og nam eigið fé 2,4 milljörðum króna sama.

Arðgreiðsla til ríkissjóðs nam 80 milljónum króna.

Fram kemur í uppgjöri Íslandspósts að verulegur samdráttur hafi orðið á bréfasendingum síðastliðin sex ár, eða um 30%. Búist er við að sú þróun haldi áfram og að bréfasendingar muni dragast saman um 16% til 2015. Kostnaður hafi aukist á sama tíma og liti það uppgjörið.