Íslandspóstur þarf að slá lán innan skamms til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar og lögbundna þjónustu.

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir í samtali við Morgunblaðið handbært fé frá rekstri hafa einungis verið 276 milljónir króna við árslok, líkt og árið áður, sem sé óviðunandi.

Það þyrfti að vera um 450 milljónir króna svo hægt væri að reka fyrirtækið án þess að grípa til lántöku.

Íslandspóstur tapaði 119 milljónum króna í fyrra samanborið við 53 milljóna króna hagnað árið áður.