Síminn og Íslandspóstur hafa gert með sér samning um kaup hins síðarnefnda á skeytaþjónustu Símans en hún hefur verið hluti af þjónustu Símans frá aðskilnaði fyrirtækjanna árið 1998. Íslandspóstur hefur frá upphafi sinnt stórum hluta þjónustunnar með útburði skeyta álandsbyggðinni.

Skeytaþjónustan hefur tekið breytingum á undanförnum árum og sem dæmi má nefna að æ algengara er að pantanir á símskeytum berist í gegnum internetið og mun sú þróun væntanlega halda áfram.

Íslandspóstur yfirtók skeytaþjónustuna í gær, 15. október. Hjá skeytaþjónustu Póstsins er hægt að senda heillar- og samúðarskeyti, samúðarkort, almenn skeyti og hraðskeyti.

Íslandspóstur hf. er einn stærsti vinnuveitandi landsins með tæplega 1200 starfsmenn. Fyrirtækið hefur verið í stöðugri sókn allt frástofnun þess árið 1998. Auk dreifingar á hefðbundnum bréfa- og bögglapósti hefur Íslandspóstur markað sér sterka stöðu ávörudreifingarmarkaði og í dreifingu auglýsingapósts. Ýmsar nýjungar hafa litið dagsins ljós frá stofnun Íslandspósts og má þar t.d. nefna heimkeyrslu sendinga á stærri þéttbýlisstöðum og aðgengi að þjónustu í gegnum internetið.
Í frétt á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að Íslandspóstur telur að skeytaþjónusta falli vel að núverandi starfsemi fyrirtækisins og stefnir að því að efla hana og bæta enn frekar.