Hagnaður Íslandssjóða hf. fyrstu sex mánuði ársins nam 98 milljónum króna eftir skatta samanborið við 124 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður. Rekstrargjöld námu 419 milljónum króna samanborið við 328 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður og hækkuðu um 27,7%.

Hreinar rekstrartekjur námu 541 milljónum króna samanborið við 479 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður og jukust því um 12,9%. Eigið fé þann 30.júní 2011 nam 1.593 milljónum króna en var 1.559 milljónir króna í ársbyrjun.

Heildareignir félagsins 30. júní 2011 námu 2.939 milljónum króna en voru 2.986 milljónir króna í árslok 2010. Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 154,9% í lok júní, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.

Fjármunir sjóða í stýringu Íslandssjóða hf. námu 113.228 milljónum króna í lok júní samanborið við 115.607 milljónir króna í árslok 2010.

Íslandssjóðir hf., reka verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Félagið er í eigu Íslandsbanka. Í lok júní 2011 voru 16 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 113.228 milljónum króna samanborið við 115.607 milljónirr króna í lok árs 2010. Þar af eru 12 verðbréfasjóðir með hreina eign að upphæð 109.724 milljónir króna og 4 fjárfestingarsjóðir með hreina eign að upphæð 3.504 milljónir króna. Einn sjóður sem skráður er í Lúxemborg er í stýringu félagsins. Í lok júní voru fjórir sjóðir í slitaferli hjá Íslandssjóðum.