Hagnaður Íslandssjóða hf. eftir skatta nam 228 milljónum króna á síðasta ári, en þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var í gærkvöldi. Hagnaðurinn dregst saman á milli ára, en hann nam 299 milljónum króna árið 2013.

Hreinar rekstrartekjur félagsins námu 1.408 milljónum króna samanborið við 1.354 milljónir árið áður. Rekstrargjöld jukust hins vegar á milli ára, og námu nú 1.123 milljónum króna borið saman við 980 milljónir króna árið 2013.

Heildareignir félagsins voru í árslok 2.600 milljónum króna í árslok en voru 2.595 milljónir í ársbyrjun. Eigið fé nam 2.035 milljónum króna og var eiginfjárhlutfall félagsins 58% í lok ársins.

Í lok desembermánaðar voru átján sjóðir í rekstri og slitum hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 114.130 milljónum króna.

Hagnaður færður á hlutdeildarskírteini eigenda verðbréfa- og fjárfestingasjóða Íslandssjóða nam 3.320 milljónum króna árið 2014 samanborið við hagnað upp á 6.551 milljónir króna árið 2013.