Íslandsturnar, félag bandaríska sjóðastýringafyrirtækisins DigitalBridge sem keypti óvirka fjarskiptainnviði Nova og Sýnar í árslok 2021, tapaði 855 milljónum króna árið 2022.

Rekstrarafkoma (EBIT) Íslandsturna nam 269 milljónum króna og var í samræmi við áætlun en fjármagnsgjöld að fjárhæð 1,1 milljarður var umfram væntingar vegna hárrar verðbólgu.

„Árið 2022 var ár fordæmalausrar hárrar verðbólgu sem leiddi til hærri fjármagnsútgjalda en áætlanir gerðu ráð fyrir og leiddi þar með einnig til meira taps á árinu. Hins vegar eru tekjur samstæðunnar einnig verðtryggðar og hækka sem nemur verðbólgu 2022 frá og með janúar 2023 og mun það draga úr verðbólguhækkun í nánustu framtíð,“ segir í skýrslu stjórnar.

„Væntingar eru um að verðbólga á Íslandi hafi náð hámarki árið 2022 og er gert ráð fyrir að hún lækki út árið 2023 og síðar.“

Eignir Íslandsturna voru bókfærðar á 15,1 milljarð króna í árslok 2022 og eigið fé var um 3,9 milljarðar. Langtímaskuldir félagsins námu 10,8 milljörðum en þar af voru vaxtaberandi skuldir 8,3 milljörðum króna.

Lykiltölur / Íslandsturnar - í milljónum króna

2022
Tekjur 904
Eignir 15.135
Eigið fé 3.903
Afkoma -855

Greinin birtist í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast lengri útgáfu af greininni hér.