Breski smásölumógúllinn sir Philip Green fagnaði sextugsafmæli sínu eins og milljarðamæringum er einum lagið í vikunni. Eins og breskir fjölmiðlar lýsa herlegheitunum þá boðaði Green um 150 gesti að Luton-flugvelli í Bretlandi á þriðjudag og sagði þeim að hafa með sér og var þeim sagt að hafa vegabréf sitt meðferðis. Eftir það gengu gestir um borð í einkaþotur sem flugu með þá til Cancun-borgar í Mexíkó. Eftir það tók við 40 mínútna akstur að Rosewood Mayakoba-lúxushótelinu þar sem veislan stóð yfir fram á laugardagskvöld.

Philip Green.
Philip Green.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Green hafði ástæðu til að blása til veglegrar veislu en Chlóe dóttir hans fagnar sömuleiðis 21 árs afmæli í mánuðinum.

Á gestalistanum voru tískufyrirsætan Kate Moss, hinn vægðarlausi sjónvarpsmaður Simon Cowell, leikararnir Leonardi DiCaprio og Gwyneth Paltrow ásamt Mohamed Al-Fayed. Þá segja bresk dagblöð að á meðal annarra gesta hafi verið Robert og Vincent Tchenguiz, sem voru helstu lántakendur Kaupþings, og Nick Candy. Hann og bróðir hans Christian voru á meðal viðskiptavina Kaupþings í Bretlandi og fjárfestu í fasteignaverkefnum með bankanum í London.

Sjálfur hefur sir Philip Green náin tengsl við Ísland. Hann og Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, unnum saman að yfirtöku á bresku fyrirtækjasamstæðuna Arcadia fyrir áratug síðan. Þegar lögregla gerði húsleit í höfuðstöðvum Baugs árið 2002 keypti Green hlut Baugs í fyrirtækinu. Þá fylgdist Green vel með málum hér eftir hrun og fundaði m.a.  með Björgvin G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra og fleirum í október árið 2008. Ekki kemur fram í breskum fjölmiðlum hvort Jón Ásgeir hafi verið á meðal gesta Green.

Milljarðaveisla

Breskir fjölmiðlar segja Green hafa látið gesti sína hafa í nægu að snúast en hann bauð upp á tónleika á hverju kvöldi.

Ljósvaki
Ljósvaki
© Getty Images (Getty)

Gítarhetjan Carlos Santana hóf veisluna á lúxushótelinu á þriðjudag en eftir það tók við röð tónleika fram á föstudagskvöld. Á meðal annarra tónlistarmanna sem fram komu í vikunni voru Stevie Wonder, sem söng m.a. lag sitt Happy Birthday, Michael Bublé, Enrique Iglesias, Robbie Williams og Rihanna.

Eins og áður sagði gistu gestir Greens á Rosewood-hótelinu. Nóttin þar kostar á bilinu þúsund til þrjú þúsund pund, allt að 600.000 krónur. Þá væsti ekki um öryggisverði sem gætu afmælisbarnanna og gesta þeirra. Þeir gistu með öðru fylgdarliði Greens og fjölskyldu á öðru hóteli í nágrenninu. Nóttin þar kostar aðeins minna, 1.500 til 3.000 pund á viku.

Herlegheitin kostuðu 6,5 milljónir punda, jafnvirði 1,3 milljarða íslenskra króna, að sögn breskra fjölmiðla sem fylgdust vel með veislunni í vikunni.

Hér má sjá myndir af lúxushótelinu

lúxushótel
lúxushótel
© Aðsend mynd (AÐSEND)

lúxushótel
lúxushótel
© Aðsend mynd (AÐSEND)

lúxushótel
lúxushótel