Fagtímaritið Drapers, sem er fagtímarit fyrir  tísku smásölugeirann í Bretlandi birtir árlega lista yfir 100 áhrifamestu einstaklingana í tísku smásölu geiranum í Bretlandi.  Á listanum  í ár sem var birtur í gær eru þrír Íslendingar. Jón Ásgeir Jóhannesson er  í 2. sæti, Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Baugs í London er í 14. sæti og Áslaug Magnúsdóttir er í 54. sæti en hún var framkvæmdastóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi þar til fyrir skömmu en gengir nú stöðu framkvæmdastjóra hjá  Marvin Traub Associates í New York.