*

laugardagur, 26. september 2020
Innlent 4. janúar 2016 14:46

Íslendingar almennt ánægðir með líf sitt

Miðað við svarhlutfall á heimsvísu eru Íslendingar tiltölulega ánægðir með líf sitt.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heil 78% Íslendinga segjast ánægðir með líf sitt. Þetta er örlítið hærra hlutfall en í fyrra, en þá sögðust 73% vera ánægðir með hagi sína. 17% sögðust hvorki ánægðir né óánægðir með líf sitt, meðan 4% sögðust óánægðir. Þetta kemur fram í könnun Gallup.

Svarhlutföllin eru talsvert frábrugðin heimsmeðaltalinu, en 66% þeirra sem svöruðu á heimsvísu segjast ánægðir með líf sitt, meðan 10% segjast óánægðir með það. Þá voru íbúar Kólumbíu ánægðastir með líf sitt, en áberandi lægsti ánægjustuðullinn kemur frá íbúm Írak.

Þó eru Íslendingar ekki jafn vongóðir fyrir nýja árinu og svarendur á heimsvísu. 29% Íslendinga telja hagi sína vænkast á komandi ári, meðan 54% svarenda á heimsvísu eru sannfærðir um að árið verði betra en það á undan. 

Þá eru 58% Íslendinga þeirrar trúar að árið verði svipað eða eins og það síðasta. Aðeins 10% hugsa sér að það verði verra.