Samkvæmt könnun MMR eru 90% Íslendinga ánægðir með vinnuna sína, sumarfríið og nágranna. Þeim fækkar þó milli ára sem sögðust vera mjög ánægðir með vinnuna sína og sumarfríið.

Heldur færri voru ánægðir með sumarfríið sitt í ár, eða 38,5%, en árið 2012 þegar þeir voru 57,5%. Hugsast getur að veðrið spili þar einhverja rullu, en árið 2012 sögðust 96,4% vera ánægð með veðrið borið saman við 45,4% í ár.

Sólarsumarið 2012 sögðust 46,8% jafnframt vera ánægð með vinnuna sína en þeir töldu 36,7% í ár.

954 einstaklingar voru spurðir og fjöldi þeirra sem tóku afstöðu til einstakra spurninga var á bilinu 81% til 99%.