Íslendingar eru nokkuð vonbetri um að næsta ár verði gott í efnahagslegu tilliti en þeir voru í fyrra. Hátt í helmingurinn óttast þó að 2012 verði erfitt ár. Ellefu prósent Íslendinga telja að næsta ár verði ár hagsældar en 42 prósent telja að árið verði erfitt þegar kemur að efnahagslífinu. Fleiri eru þó bjarstýnir í ár en í fyrra. Þetta er niðurstaða könnunar Gallup könnunar sem gerð er í 50 löndum, en sagt er frá henni á vefsíðu RÚV.

Á heimsvísu eru ríflega 30 prósent vongóð um efnahagshorfur næsta árs, en 34 af hundraði óttast að árið verði ár efnahagserfiðleika. Svartsýnin er mest í Frakklandi, en bjartsýnin mest í Nígeríu.